Snakkið sem þú getur ekki hætt að borða

Við mælum með blómkálssnakki, stökku og bragðgóðu.
Við mælum með blómkálssnakki, stökku og bragðgóðu. mbl.is/Chelsea Lupkin

Við getum ekki hætt að birta uppskriftir sem innihalda blómkál, enda svo spennandi hráefni. Hér er blómkálssnakk sem þú munt ekki geta sleppt úr augsýn – svo gott er það. Aðalatriðið í þessari uppskrift er að ná sem mestum vökvanum úr blómkálinu til að snakkið verði stökkt og gott.

Snakkið sem þú getur ekki hætt að borða

  • 2 bollar blómkál, rifið
  • 1½ bolli rifinn parmesan
  • 2 tsk. krydd að eigin vali (t.d. ranch seasoning)
  • Pipar
  • Bökunarsprey

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 190°. Setjið pökunarpappír á bökunarplötu og spreyið vel með bökunarspreyi.
  2. Rífið blómkálið niður með rifjárni þannig að það líkist hrísgrjónum. Setjið í skál og inn í örbylgju á háum hita í 1 mínútu. Hrærið aðeins í og setjið aftur í örbylgju í 1 mínútu. Hellið blómkálinu yfir á hreint viskastykki og kreistið eins mikinn vökva úr og mögulegt er. Setjið því næst blómkálið aftur í skálina.
  3. Bætið parmesan og kryddi saman við blómkálið og blandið vel saman. Piprið.
  4. Notið litla sveiglaga kökuskeið eða matskeið til að setja blómkálsblönduna á bökunarplötuna. Fletjið örlítið út með skeiðinni þannig að blandan myndi hring. Endurtakið en hafið sirka 2 cm á milli.
  5. Bakið í 12 mínútur þar til flögurnar eru orðnar gylltar á endunum. Leyfið að kólna áður en snakkið er borið fram.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert