Við erum að frysta ísmola kolvitlaust

Það jafnast ekkert á við ískaldan drykk með fullt af klökum. Oftar en ekki vantar okkur klaka í frystinn og það tekur yfirleitt lengri tíma fyrir vatnið að frysta en við höfum þolinmæði til.

Flest okkar setja eflaust eins kalt vatn og við mögulega getum í klakaboxið og inn í frysti, en það er alveg kolvitlaus aðferð að mati sérfræðinga. Næst þegar þig vantar ísmola þá skaltu gera þetta. Eina vitið er að setja sjóðandi heitt vatn í klakaboxið og beint í kæli og vatnið mun frjósa mun hraðar fyrir vikið.

Það jafnast ekkert á við ísmola í svaladrykkinn.
Það jafnast ekkert á við ísmola í svaladrykkinn. mbl.is/Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert