Sokkatrixið sem gerir lífið umtalsvert einfaldara

KatarzynaBialasiewicz

Sum húsverk eru leiðinlegri en önnur en því betur er til fullt af fólki sem leitar allra ráða til að auðvelda þau með snjöllum og oft afar einföldum lausnum.

Mörgum þykir til að mynda afskaplega leiðinlegt að para saman sokka (sem er reyndar algjörlega óskiljanlegt því það er jafnframt mörgum sem þykir það fremur skemmtilegt).

En fyrir þá sem telja slíka flokkun ígildi þjáningar þá rákumst við fyrir tilviljun á lausinina. Um er að ræða klemmur sem hafa það að markmiði að einfalda lífið.

Þú einfaldlega setur klemmur á sokkana áður en þeir enda í þvottakörfunni. Þannig haldast þeir saman þegar þeir fara í vélina og koma út sem par, hreinir og fínir. Klemmurnar eru til í ýmsum litum og því tilvalið að hver og einn í fjölskyldunni fái sinn lit. Klemmurnar má nálgast hér

Á skalanum 1-10, hversu leiðinlegt finnst þér að para saman …
Á skalanum 1-10, hversu leiðinlegt finnst þér að para saman sokka eftir þvott? mbl.is/www.grow.org.au
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert