Flugfreyjur þurfa að vakna á öllum tímum sólarhringsins og þegar það er sérlega snemma, eins og oft vill verða, er nauðsynlegt að hafa góðan morgunverð handbæran sem tryggir orku og vellíðan.
María Gomez á Paz.is þekkir þetta manna best og hér deilir hún atvinnuleyndarmáli sínu.
Morgunmatur flugfreyjunnar
Uppskriftin miðast við 1
- 1/2 bolli grísk Jógúrt
- 1 tsk. chia-fræ
- Lúka af ferskum bláberjum
- Lófafylli af ávaxtamúslí (Früchte Müsli) frá Rapunzel
- Ristað lífrænt ræktað kókósmjöl eða kókósflögur frá Rapunzel
- 3-4 pekan-hnetur
- Rapunzel döðlusíróp eftir smekk yfir toppinn
- Um helgar er rosa gott að toppa þetta með súkkulaðikókósbitunum frá Rapunzel sem er hollari útgáfan af Bounty
Aðferð
Byrjið fyrst af öllu á að setja eina tsk. af chia-fræjum saman við 1 msk. af vatni og látið standa í örlitla stund meðan þið takið fram restina af hráefninu og ristið kókósmjöl eða kókósflögur.
- Setjið svo jógúrtina í skál og hrærið útbleyttu chia-fræjunum og bláberjunum rólega saman við
- Setjið svo múslíið næst yfir og toppið með ristaða kókósinum
- Myljið svo pekan-hneturnar með fingrunum yfir allt og berið fram með döðlusírópinu sem er sett efst ofan á allt heila klabbið eins og sósa
- Um helgar er svo gott að skera kókósbitana niður og setja yfir svona spari
Einnig er hægt að setja morgunmatinn í krukkur eins og ég geri hér til að taka með í nesti. En þá er best að setja bara eitt lag í einu og hræra svo öllu saman eftir á.