Exótískt kaffihús í Hanoi

Kaffihús og blómabúð á einum stað. Hér hanga plöntur á …
Kaffihús og blómabúð á einum stað. Hér hanga plöntur á veggjum og niður á hráar innréttingarnar. mbl.is/Nguyen Thai Thach

Velkomin á grænasta kaffihús sem þú hefur séð. Í stórborginni Hanoi, höfuðborg Víetnam, eru það grænblöðungar sem ráða ferðinni. Hér er um kaffihús í gróðurhúsastíl að ræða sem selur plöntur og undirstrikar í leiðinni mengunarvandamál borgarinnar.

Tayone Design Studio sá um hönnunina og hefur skapað hálfgerðan regnskóg inni í miðri stórborg, þar sem ferskt loft og góður andi eru aðalatriðið. Efnisviðurinn er frekar hrár, ljóst timbur, steypt gólf og þakgluggar sem hleypa nægilegri birtu inn á staðinn. Það væri gaman að sjá fleiri staði taka slíka stefnu sér til fyrirmyndar.

Hér getur þú slakað á í mjúkum sófa eða deilt …
Hér getur þú slakað á í mjúkum sófa eða deilt borði með öðrum, allt eftir þínu höfði. mbl.is/Nguyen Thai Thach
Þetta þarf ekkert að vera flókið – hér er það …
Þetta þarf ekkert að vera flókið – hér er það einfaldleikinn sem ræður ríkjum. mbl.is/Nguyen Thai Thach
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert