Svona losnar þú við ketó andfýluna

Vissir þú að það er algengur fylgikvilli ketó að fá hina svokölluðu ketóflensu sem lýsir sér með höfuðverk, þreytu, pirringi, munnþurrk, andfýlu og vöðvakrömpum?

Í ketó ertu í raun að forrita líkamann upp á nýtt með því að breyta um orkugjafa og það er ekkert smámál. Þessu geta fylgt einhver óþægindi sem eru vel þekkt og í raun nokkuð auðvelt að koma í veg fyrir svo hér eru bestu ráðin.

Andfýla

Það er auðvitað leiðinlegt að vera andfúll en ástæðan fyrir þessu er að þú ert í raun að anda út þínum eigin fitubirgðum sem er jákvæði parturinn. Þetta er merki um að ketónar eru í blóðinu sem gerist eingöngu ef þú ert að brjóta niður eigin fitu sem orkugjafa.

Ráðið gegn þessu er að bursta tennurnar mun oftar yfir daginn. Síðan er annað ráð að nota annað hvort sykurlaust munnsprey eða þá sykurlaust tyggjó.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert