Þú liggur daglega í rúminu þínu, en hversu hreint er það? Ef þú vilt hoppa með okkur um borð í hreint rúm skaltu kynna þér eftirfarandi atriði aðeins nánar.
- Ekki búa um rúmið um leið og þú vaknar. Það myndast raki þar sem þú hefur sofið um nóttina og því ekki ráðlagt að leggja sængina strax yfir, nema þú viljir skapa fullkomið rými fyrir rykmaura að dafna.
- Það er mjög persónubundið hversu oft á að þvo sængurverin. Ef þú ferð daglega í sturtu er ekki þörf á að þvo verin nema þriðju hverja viku. Ef þú aftur á móti svitnar mjög mikið eða átt börn eða gæludýr sem koma oft upp í er nauðsynlegt að þvo sængurverin oftar.
- Þvoið kodda, sængur og yfirdýnur 2-3 sinnum á ári. Ef þér finnst þú svitna það mikið á nóttinni að koddinn sé alltaf þvalur er sniðugt að nota tvö koddaver. Það er einfaldara að þvo þau reglulega en sjálfan koddann. Rykmaurar eru ekki ánægðir með allt sem fer í þvott á yfir 60°, svo það er ágætisregla að halda sig við það hitastig.
- Hristið aðeins í sænginni á morgnana þannig að lofti aðeins á milli. Og muna að lofta út, daglega.