Svona er aðferðarfræði Marie Kondo

Marie Kondo er þekktasti tiltektargúru heims þessa dagana og ekki …
Marie Kondo er þekktasti tiltektargúru heims þessa dagana og ekki að ástæðulausu. Mbl.is/KonMari Media Inc

„Þegar þú færð stjórn á heimilinu öðlastu einnig stjórn á eigin lífi,“ segir hin 34 ára Marie Kondo frá Japan. Hún er þekktasti tiltektargúrú heims þessa dagana en hún byrjaði feril sinn einungis 19 ára gömul. Árið 2014 gaf hún út sína fyrstu bók og ári seinna var hún á topp 100 listanum yfir áhrifaríkustu einstaklinga samkvæmt Time Magazine.

Þeir sem þekkja til hafa jafnvel séð Marie í nýrri þáttaseríu á Netflix, „Tidying up with Marie Kondo“. Þar gefur hún áhorfendum ráð og trix hvernig megi halda heimilinu í lagi og kafar niður í hvað þú hefur þörf fyrir og hvað ekki.
Hér eru nokkur ráð frá Marie Kondo sem við gætum haft til hliðsjónar.

Hvernig viltu búa?

Einn stærsti misskilningur um snyrtilegt heimili er ekki bara að taka til. Samkvæmt Marie er gott að ímynda sér hvernig heimilið eigi að vera áður en við köstum okkur út í verkefnið – hvernig viljum við búa?

Fötin fyrst

KonMari-aðferðin gengur m.a. út frá því að þú takir ekki hvert herbergi fyrir sig á heimilinu, heldur ferð aðeins dýpra ef þú ætlar að ná vel heppnaðri tiltekt. Byrjaðu á að fara í gegnum fötin þín, því næst bækur, pappíra, smáhluti og að lokum hluti með tilfinningalegt gildi. Þannig vinnur þú þig í áttina að þeim hlutum sem hafa einhverja meiningu fyirr þig. Taktu allt fram á einn stað í hverjum flokki fyrir sig og raðaðu niður í bunka – gefa eða henda.

Spurðu þig einnar spurningar

Til að finna út hvað þú átt að losa þig við skaltu spyrja þig einnar einfaldrar spurningar: „Er þessi hlutur að færa mér einhverja gleði?“ Ef ekki, þá er þetta ekkert vafamál, þú losar þig við hann. Þarna ertu einnig að taka til andlega, en það er eitthvað sem flest okkar þurfa að gera reglulega.

Hættu að flytja dót beint í geymsluna

Jafnvel þó að það virðist vera léttara að flytja dót úr skúffunum á heimilinu yfir í geymsluna því ákveðinn aðskilnaðarkvíði hellist yfir þig er það ekki endilega lausnin. Ef þú ætlar að losa þig við hluti er ágætisregla að mati Marie að kveðja þá, með því að segja:  „Takk fyrir þjónustuna þína“ og láttu þar við sitja.

Allt á sinn stað á heimilinu

Þegar þú hefur farið í gegnum alla skápa og skúffur er tími til að finna hlutunum stað. Allt á að eiga sinn stað – þannig er einfaldara að ganga frá og að ganga að hlutunum vísum.

Listin að brjóta saman

Eitt af því sem aðdáendur Marie eru hvað hrifnastir af er aðferð hennar við að brjóta saman föt. Og skapa þannig meira pláss í skápum og skúffum. Við leyfum þessu myndbandi að fylgja hér með þar sem hún sýnir þetta listilega.

Kassar og box

Marie ráðleggur öllum að geyma snyrtilega kassa, eins og skókassa. Þá má vel nýta ofan í skúffur til að búa til ákveðin skilrúm. Slík box má einnig kaupa í mörgum stærðum í IKEA fyrir lítinn pening.

Marie Kondo kallar hugmyndafræði sína KonMari sem finna má á …
Marie Kondo kallar hugmyndafræði sína KonMari sem finna má á Instagram. mbl.is/KonMari Media Inc
mbl.is/KonMari Media Inc
mbl.is/KonMari Media Inc
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert