Ketó kjúklingaréttur sem er löðrandi í osti

mbl.is/EatWell101

Hvern þyrstir ekki í ómótstæðilegan ketó kjúkling á degi sem þessum? Ekki síst þegar hann er svo auðveldur að átta ára barn gæti auðveldlega búið hann til án þess að blikna. Í uppskriftinni er pikklaður chili-pipar en ykkur er að sjálfsögðu frjálst að leika ykkur aðeins hér og setja það sem hugurinn girnist - innan velsæmis ketó marka að sjálfsögðu.

Ketó kjúklingaréttur sem er löðrandi í osti

  • 4 meðalstórar kjúklingabringur
  • 2 tsk. ólífuolía
  • 1 tsk. paprikukrydd
  • 1 tsk. ítalskt krydd
  • 1/2 tsk. hvítlauksduft
  • 1/2 tsk. salt
  • 1/2 tsk. pipar
  • 1 bolli pikklaður chili - niðurskorinn (ekki of bragðsterkur)
  • 1/2 bolli rifinn mozzarella-ostur
  • 1/2 rifinn gouda ostur
  • fínt söxuð steinselja

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 200 gráður. Smyrjið eldfast mót með olíu.
  2. Raðið kjúklingabringunum í mótið og sullið smá ólífuolíu yfir. Kryddið beggja megin með öllu kryddinu.
  3. Setjið pikklaða chili-piparinn yfir og setjið loks ostinn yfir.
  4. Bakið í 18-20 mínútur eða þar til kjarnhiti kjúklingsins er kominn í 74 gráður og osturinn er orðinn kraumandi. Takið úr ofninum, stráði steineljunni yfir og berið fram með einhverju kolvetnalausu eins og blómkláli.

Heimild: Eat Well 101

mbl.is/EatWell101
mbl.is/EatWell101
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert