Kavíar frá Heinz vekur heimsathygli

Gjörið svo vel – það er kominn tómatsósu-kavíar á borðið.
Gjörið svo vel – það er kominn tómatsósu-kavíar á borðið. mbl.is/Heinz

Hér er eitthvað sem við bjuggumst alls ekki við að sjá, tómatsósa sem litlir belgir. Tómatsósuframleiðandinn Heinz kynnti á dögunum tómatsósu-kavíar í tilefni af Valentínusardeginum sem nálgast óðfluga.

Varan verður þó ekki fáanleg í verslunum því Heinz setti fram leik á Twitter með einungis 150 krukkum sem þeir vildu gefa í tilefni að Valen-HEINZ deginum. Einhver mamman á Twitter var ekki par hrifin af þessari nýjung og gat varla ímyndað sér hvernig borðhaldið myndi enda með þessum belgjum við krakkaborðið, á meðan aðrir veltu fyrir sér fínna borðhaldi með hnífi og gaffli, frönskum og tómatsósubelgjum.

Maturinn verður örlítið glæsilegri með tómatsósu-kavíar.
Maturinn verður örlítið glæsilegri með tómatsósu-kavíar. mbl.is/Heinz
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert