Kavíar frá Heinz vekur heimsathygli

Gjörið svo vel – það er kominn tómatsósu-kavíar á borðið.
Gjörið svo vel – það er kominn tómatsósu-kavíar á borðið. mbl.is/Heinz

Hér er eitt­hvað sem við bjugg­umst alls ekki við að sjá, tóm­atsósa sem litl­ir belg­ir. Tóm­atsósu­fram­leiðand­inn Heinz kynnti á dög­un­um tóm­atsósu-kaví­ar í til­efni af Valentínus­ar­deg­in­um sem nálg­ast óðfluga.

Var­an verður þó ekki fá­an­leg í versl­un­um því Heinz setti fram leik á Twitter með ein­ung­is 150 krukk­um sem þeir vildu gefa í til­efni að Valen-HEINZ deg­in­um. Ein­hver mamm­an á Twitter var ekki par hrif­in af þess­ari nýj­ung og gat varla ímyndað sér hvernig borðhaldið myndi enda með þess­um belgj­um við krakka­borðið, á meðan aðrir veltu fyr­ir sér fínna borðhaldi með hnífi og gaffli, frönsk­um og tóm­atsósu­belgj­um.

Maturinn verður örlítið glæsilegri með tómatsósu-kavíar.
Mat­ur­inn verður ör­lítið glæsi­legri með tóm­atsósu-kaví­ar. mbl.is/​Heinz
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert