Það er ekkert leyndarmál að heimilið endurspegli dálítið hver maður er. Hvað heillar mann í vali á innanstokksmunum og hvað ekki? Erum við litaglöð með regnbogann á veggjunum, er stíllinn kaldur eða er hann hlýr? Hvaða „týpa“ ert þú á heimilinu þínu?
Minímalískt: Hér er allt skorið inn að beini og þaulhugsað. Ekki mikið um liti né rándýrar mublur. Persónur sem heillast af þessum stíl eru gjarnan sjálfstæðar, skipulagðar og jafnvel örlítið feimnar.
mbl.is/Shutterstock
Pop art: Þegar einstökum og áberandi hlutum er stillt upp hlið við hlið til að skapa eins mikið drama og mögulegt er, þá erum við að tala um pop-art. Ævintýragjarn, drífandi og sjarmerandi einstaklingurinn býr hér.
mbl.is/Shutterstock
Klassískt: Hér erum við að tala um að fara eftir bókinni og fylgja öllum „design-reglum“. Þessi týpa er vanaföst, heiðarleg og klár.
mbl.is/Shutterstock
Skandinavíski stíllinn: Hér er um að ræða stíl sem minnir á minimalíska stílinn, þar sem einfaldleikinn ræður för, og virkni og form haldast í hendur. Hér snýst allt um það að hafa það huggulegt og gera vel við sig. Þeir sem aðhyllast skandinavíska stílinn eru vingjarnlegir, kátir og örlátir.
mbl.is/Shutterstock
Rómantískur antíkstíll eða „chabby chic“: Þú getur ímyndað þér kvikmyndastjörnu frá því í gamla daga umkringda skrautlegum mublum sem bera tímann með sér, jafnvel veggfóður á veggjunum og gylltir myndarammar. Hér býr persóna með hefðir, góðan húmor og rómantík.
mbl.is/Shutterstock
Vintage: Þeir sem vilja halda í fortíðina sanka að sér antíkhúsgögnum, gömlum myndum og klassískum mublum flokkast undir vintage. Þessi týpa er hefðbundin, fáguð og gamaldags.
mbl.is/Shutterstock
Undir japönskum áhrifum: Þeir sem aðhyllast japanskan stíl sameina ást sína á opnum og rúmgóðum rýmum, með hreinum línum, hagnýtum húsgögnum og listaverkum. Betur þekkt sem „wabi-sabi“. Hér er hópurinn sem er með hvert einasta smáatriði á hreinu.
mbl.is/Shutterstock
Iðnaðarstíll: Heimilið þar sem veggirnir og/eða gólf líkist lagerhúsnæði. Köld steypan eða múrsteinn eru allsráðandi. Þú gerir hlutina rökrétt og ert týpan sem hugsar út fyrir boxið.
mbl.is/Shutterstock
Módernískur stíll: Mikið af hreinum og beinum línum, einföld litapalletta og efnisval á við gler og stál. Hér býr ástríðufullt fólk sem stendur fast á sínu.
mbl.is/Shutterstock
Nútímalegt: Andstæðan við móderníska heimilið. Hér sjáum við liti og innanstokksmuni sem eru í takt við tímann – nýjustu straumar og trend eiga heima hér. Eigandinn á nútímalegu heimili er með puttann á púlsinum um hvað er nýtt hverju sinni.
mbl.is/Shutterstock
Bóhem: Hér er klárlega verið að hugsa út fyrir boxið. Allt sem gerist á þessu heimili kemur frá hjartanu. Húsgögn og munir eru alls staðar að úr heiminum, þykk teppi og púðar – ekki verið að hugsa mikið út í hvað passi saman. Þeir sem aðhyllast þessum stíl eru með ævintýraþrá, spontant, fjörugir og ástríðufullir.
mbl.is/Shutterstock
Glamúr: Það má ekki gleyma glamúrnum! Dramatísk lýsing, húsgögn sem speglast í, gyllt og glæsilegt – bólstraðir velúrstólar og skrautlegir skúlptúrar. Það er dramatíski einstaklingurinn sem býr hér.
mbl.is/Shutterstock