Biðjast afsökunar á óviðeigandi skilaboðum

Flugfélagið Delta og Coco-Cola tóku höndum saman í herferð sem …
Flugfélagið Delta og Coco-Cola tóku höndum saman í herferð sem féll ekki vel í kramið hjá mannskapnum. mbl.is/Delta

Coca-Cola og flugfélagið Delta ákváðu að dreifa servíettum til farþega með skilaboðum sem fóru ekki vel í mannskapinn.

Það leið ekki á löngu þar til myndir af servíettunum flugu um hinn stafræna heim og fékk fólk til að tjá sig um málið. Skilaboðin voru þau að kannski væri einhver áhugaverður einstaklingur í vélinni sem þig langaði til að kynnast betur – eina sem þú þyrftir að gera væri að skrifa nafn þitt og símanúmer á servíettuna og koma henni áleiðis til viðkomandi. "Be a little old school. Write down your number and give it to your plane crush" and "Because you're on a plane full of interesting people and hey... you never know."

Þetta er í fyrsta sinn sem Coca-Cola og Delta taka höndum saman en stjórnendur fyrirtækjanna hafa beðist afsökunar og viðurkennt að þarna hafi þeir kannski gengið aðeins of langt.

Servíetturnar sem þóttu senda óviðeigandi skilaboð.
Servíetturnar sem þóttu senda óviðeigandi skilaboð. mbl.is/Twitter
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert