Má nota þvottaefni til að vaska upp?

Er alltaf til nóg af uppþvottalegi í eldhúsinu þínu?
Er alltaf til nóg af uppþvottalegi í eldhúsinu þínu? mbl.is/Lauren Kolyn

Við höfum oftar en einu sinni þvegið okkur um hendurnar í eldhúsinu með uppþvottalegi – er þá leyfilegt að nota handsápu við uppvaskið í neyð? Spakir menn eru ekki allir sammála hvað þetta varðar.

Flestar handsápur fara betur með húðina þína en uppþvottalögur, en þær geta innihaldið efni sem eru ekkert sérstaklega matvæn. Ef þú lendir í þeirri aðstöðu að þurfa að þvo upp úr handsápu ber að skola leirtauið mjög vel á eftir.

Má nota þvottaefni til að vaska upp?
Það má alls ekki notast við þvottaefni. Þau innihalda ýmis efni til að hreinsa skítug föt sem getur skemmt áferð og mynstur á leirtauinu þínu ef út í það er farið. Fyrir utan að það er heilsuspillandi að fá efnin í kroppinn ef eitthvað situr eftir í glösum og diskum.

Hvað er til ráða ef það vantar uppþvottalög?
Hér kemur matarsódi til sögunnar. Ef þú stendur í þeim sporum að eiga ekki uppþvottalög og þarft að vinna þig út úr skítugum diskum þá er ráð að blanda saman ½ bolla af matarsóda við nokkrar matskeiðar af vatni. Nuddaðu svo leirtauið upp úr blöndunni og skolaðu vel undir heitu vatni.

mbl.is/Angies List
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert