Það er þriðjudagur og það þýðir að það er Mexíkókvöld! Þessi snilldarréttur er svo mikil snilld að það er leitun að öðru eins. Hér er notast við eina pönnu en útkoman er magnþrungin - að mexíkóskum hætti.
Það er snillingurinn hún Svava Gunnars á Ljúfmeti og lekkerheit sem á þessa uppskrift og hún dásamar uppskriftina mjög. Hún noti venjulega taco-krydd í bréfum en í þetta skiptið hafi hún ekki átt það til og því sé kryddlistinn svona langur. Honum sé því auðvelt að skipta út.
„Eins er hægt að skipta baununum út fyrir þær baunir sem eru í uppáhaldi, eða bara sleppa þeim. Mér þykja pintobaunir þó passa mjög vel í mexíkóskum mat. Það er eflaust gott að bera réttinn fram með grænmeti og salsa- og/eða ostasósu í tortillum. Ég bar hann bara fram með nachos, salsasósu, heitri ostasósu og sýrðum rjóma, svolítið eins og supernachos. Svo brjálæðislega gott!“ segir Svava og við segjum bara Viva la Mexico!
Tacobaka á pönnu
Aðferð: