Ómótstæðileg og auðveld eplaskúffukaka

mbl.is/Eldhúsperlur

Eplakökur eru kökur sem klikka aldrei enda eru þær algjörlega æðislegar. Þessi uppskrift er innblásin af uppskrift frá Mary Berry, dómara í British Bakeoff en það er Helena á Eldhúsperlum sem sá um baksturinn og endanlega útfærslu.

Eplaskúffukaka

  • 400 gr. græn epli, skræld og skorin í þunnar sneiðar (ég notaði tvö stór epli)
  • Safi úr hálfri sítrónu
  • 2 msk. kanilsykur
  • 250 gr. mjúkt smjör
  • 200 gr. ljós púðursykur (eða hvítur sykur og dökkur púðursykur til helminga)
  • 4 egg
  • 250 gr. hveiti
  • 2 tsk. lyftiduft
  • 1 tsk. matarsódi
  • 1/2 tsk. salt
  • 1 tsk. kanill
  • 1 dl mjólk

Aðferð:

  1. Hitið ofn í 170 gráður með blæstri.
  2. Setjið eplasneiðarnar í skál, kreistið sítrónusafa yfir þær og stráið einni matskeið af kanilsykri yfir. Setjið til hliðar.
  3. Þeytið saman smjör og sykur þar til ljóst og létt og bætið eggjunum einu í einu út í og þeytið vel á milli.
  4. Pískið saman hveiti, lyftiduft, matarsóda, salt og kanil og bætið út í smjörblönduna ásamt mjólkinni.
  5. Hrærið vel saman en gætið þess að hræra ekki of lengi.
  6. Smyrjið skúffukökuform að innan eða þekið með smjörpappír.
  7. Setjið helminginn af deiginu í botninn og dreifið vel úr því, raðið helmingnum af eplasneiðunum yfir.
  8. Setjið svo restina af deiginu yfir eplin og dreifið vel úr.
  9. Raðið að lokum eplum yfir og stráið 1 msk. af kanilsykri yfir allt. Bakið í 30-40 mínútur eða þar til prjónn sem stungið er í miðja kökuna kemur hreinn upp og eplin eru orðin mjúk.
  10. Sigtið dálítinn flórsykur yfir kökuna þegar hún hefur kólnað aðeins, berið fram volga með þeyttum rjóma.
mbl.is/Eldhúsperlur
mbl.is/Eldhúsperlur
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert