Ástæðurnar fyrir því að blóðappelsínur eru algjör snilld!

Blóðappelsínur eru hollari en þig grunar.
Blóðappelsínur eru hollari en þig grunar. mbl.is/Valdemarsro.dk

Ef sykurlöngunin hellist yfir þig skaltu grípa í blóðappelsínu. Hún inniheldur ekki meira en 60-90 kalóríur sem gerist ekki betri kostur í tilviki sem þessu. Þær eru oft notaðar í bakstur, safagerð og kokteila svo eitthvað sé nefnt og útkoman verður alltaf ljúffeng.

Nafnið stafar af því hversu ríkar appelsínurnar eru af antósýanefni sem er flokkur vatnsleysanlegra litarefna og gefa rauða litinn, finnst einnig í rauðkáli og rauðlauk. Blóðappelsínur eru líka ríkar af C-vítamíni og innihalda meira magn en ráðlagður dagsskammtur segir til um. Þær innihalda fullt af öðrum vítamínum og næringarefnum eins og fólínsýru sem er mikilvægt fyrir rauðu blóðkornin í líkamanum okkar, því er ekki yfir neinu að kvarta. Við leyfum einni salatuppskrift að fylgja með sem inniheldur þessar frábæru rauðleitu appelsínur.

Salatblanda með blóðappelsínum

  • 2-3 blóðappelsínur
  • 125 g klettasalat
  • 2 dl grænkál, hvítkál eða baby spínat, fínt saxað
  • 1 dl pekanhnetur

Dressing:

  • 2 msk. ólífuolía
  • 1 msk. eplaedik
  • 1 tsk. gróft sinnep
  • 1 msk. hunang

Aðferð:

  1. Hrærið hráefnin í dressinguna vel saman og veltið salatinu upp úr blöndunni.
  2. Setjið í skál.
  3. Skerið blóðappelsínuna í bita og bætið út í salatið ásamt grófhökkuðum pekanhnetum.
mbl.is/Valdemarsro.dk
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert