Ómótstæðileg ostakökubolla

mbl.is/María Gomez

Uppáhaldsdagur flestra Íslendinga er handan við hornið og við hefjum niðurtalninguna með þessari dásamlegu bollu sem er nokkurs konar tilbrigði við hinar dásamlegu jarðarberjaostakökur sem eru svo góðar.

Það er meistari María Gomez á Paz.is sem á heiðurinn að þessari snilld.

Ómótstæðileg ostakökubolla

  • Einn pakki af Toro Hveteboller-dufti, bakað eftir íslenskum leiðbeiningum á pakka (fæst í Fjarðarkaup og Iceland)
  • 1 pakki jarðarberja Royal-búðingur
  • 1 pakki af ostakremi frá Toro
  • 1 dl og 125 gr. rjómaostur í tvennu lagi (eitt í rjómann á milli hitt í ostakremið)
  • 1,5 dl rjómi
  • 2,5 dl nýmjólk
  • 50 gr. smjör
  • Jarðarberjasulta
  • Fersk jarðarber

Aðferð:

  1. Byrjið á að baka bollurnar eftir leiðbeiningum og kælið
  2. Setjið svo 1 dl af rjómaosti, 2,5 dl mjólk og 1,5 dl rjóma saman í skál og pískið vel saman eða notið handþeytara
  3. Setjið svo Royal-búðingin út í skálina og hrærið í eina mínútu með písk og setjið til hliðar
  4. Gerið svo kremið ofan á bolluna en í það er sett 1 pakki Ostekrem frá Toro, 50 gr. mjúkt smjör og 125 gr. rjómaostur og þeytt saman
  5. Skerið svo bollu í tvennt og setjið sultu og jarðarber á botninn
  6. Setjið svo Royal-búðing ofan á og lokið
  7. Setjið svo ostakrem ofan á toppinn og leyfið að standa í kæli í eins og korter (ekki samt skylda bara betra)
mbl.is/María Gomez
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka