Súkkulaðibollur með saltri karamellu og pekanhnetum

mbl.is/María Gomez

Lífið er hreinlega of stutt til að flippa ekki smá og hvað er betra en bollur sem búið er að snúa í hringi og toppa með öllu því besta sem hægt er að setja inn í og ofan á eina bollu? Það er María Gomez á Paz.is sem á þessa uppskrift.

Súkkulaðibollur með saltri karamellu og pekanhnetum
  • Einn pakki af Toro-hveitibolludufti, bakað eftir íslenskum leiðbeiningum á pakka
    1 pakki Royal-karamellubúðingur
    50 g 70% súkkulaði
    2,5 dl nýmjólk
    2,5 dl rjómi
    1 tsk gróft salt og ½ tsk gróft salt (hvort í sínu lagi)
    1 pakki rjómatöggur
    ½ dl rjómi
    pistasíuhnetur án kjarna (saltar eða ósaltar)

Aðferð:

  1. Bakið bollurnar eftir leiðbeiningum og bætið við þær 50 g af smátt skornu 70% súkkulaði.
  2. Gerið svo saltkaramellubúðing með 1 pakka karamellubúðingi, 2½ dl rjóma, 2½ dl nýmjólk og 1 tsk af grófu salti og leggið til hliðar.
  3. Bræðið svo rjómatöggur í potti með ½ dl rjóma og ½-1 tsk af grófu salti.
  4. Skerið bollurnar í tvennt og setjið karamellu og muldar pekanhnetur á botninn.
  5. Setjið svo búðinginn ofan á og lokið bollunni.
  6. Toppið með saltkaramellu og muldum pekanhnetum.
mbl.is/María Gomez
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka