Fóru í blindpróf á mat hjá Ellen

Þáttastjórnandinn Ellen sendi góða gesti í blindpróf á mat.
Þáttastjórnandinn Ellen sendi góða gesti í blindpróf á mat. mbl.is/Michael Rozman/Warner Bros

Það er aldrei lognmolla í kringum þáttastjórnandann Ellen DeGeneres en nýverið fékk hún hjónin Kristen Bell og Dax Shepard í heimsókn, sem bæði eru þekktir gamanleikarar í Hollywood.

Ellen skellti þeim í leik sem kallast Taste Buds. Leikurinn gengur út á að smakka mat með bundið fyrir augun og reyna að útskýra fyrir hinum aðilanum hvað þú ert að borða. Í hvert skipti sem getið var á rétt svar söfnuðust 1.000 dollarar til góðgerðarmála og að þessu sinni til Prostate Cancer Foundation. Útkoman var stórskemmtileg sem má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan en hjónin söfnuðu 8 þúsund dollurum sem Ellen rúnnaði upp í 10 þúsund að þættinum loknum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert