Svona þróast fæðuval hjá pörum

Hvað er í matinn í kvöld elskan?
Hvað er í matinn í kvöld elskan? mbl.is/www.cbhs.com.au

Hvað er meira spennandi en að byrja í nýju sambandi? Kynnast því hverju þinn heittelskaði heillast af í matargerð og sýna sína bestu hliðar í eldhúsinu. Við látum þó ekki allt uppi hvað mat varðar fyrstu mánuðina í sambandi, svona rétt á meðan við pússum bragðlaukana okkar saman.

Fyrstu dagarnir í sambandinu:
Hér er mjög líklegt að annar aðilinn bjóði hinum með á spilakvöld ásamt góðum vinum – kannski yfir einum sushi-bakka.

1 mánuður:
Eftir fyrsta mánuðinn eru báðir aðilar farnir að segja til um hvað heillar þá í fæðuvali og allar uppástungur að mat slá í gegn - og allir sáttir.

3 mánuðir:
Parið er enn þá á krúttlega tímabilinu þar sem þau deila með sér frönskum og gosdrykk.

6 mánuðir:
Eftir sex mánaða samband er klárlega látið í ljós hvenær hungrið lætur til sín segja og að bið eftir mat sé óbærileg. Ákvörðun um hvað eigi að borða í kvöldmat fer að verða flóknari en það sleppur fyrir horn.

9 mánuðir:
Á þessum tímapunkti skoðar parið fínni veitingastaði, enda er þetta ástin í lífinu þínu og hvað er betra en rómantískur kvöldverður með þeim sem þú elskar?

1 ár:
Fyrsta árið er liðið, en þá færist ákveðin slökun yfir sambandið. Hér eru báðir aðilar farnir að segja til um ef þeir hafi t.d. borðað eitthvað í hádeginu sem hefur gefið þeim óþægilega vindverki restina af deginum. Og oftar en ekki er það annað hvor aðilinn sem sækir mat á leið heim úr vinnu

Árin eftir það - að eilífu amen:
Það getur reynst togstreita að ákveða hvað eigi að vera í matinn og hver eigi að elda. Pör mynda málamiðlanir varðandi matarinnkaup, sérstaklega þegar fjölskyldan stækkar og litlar hendur fara að mæta með í búðarferðirnar. Þó allt gert af fullum kærleika og ást.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert