Flatbrauð með eggi og chutney a la Jamie Oliver

Flatbrauð að hætti Jamie Oliver, svo einfalt og svakalega gott.
Flatbrauð að hætti Jamie Oliver, svo einfalt og svakalega gott. mbl.is/Jamie Oliver

Herra Oliver veit alveg hvað hann syngur þegar kemur að matargerð. Hér er ein dásamleg uppskrift að flatbrauði með eggjum og mango chutney sem við mælum sannarlega með að prófa.

Flatbrauð með eggi og chutney a la Jamie Oliver (fyrir 2)

  • 4 stór egg
  • 100 g hveiti
  • 6 msk. hrein jógúrt
  • 2 msk. mango chutney
  • 1 rauður chili
  • Salt á hnífsoddi
  • Ólífuolía

Aðferð:

  1. Setjið eggin í sjóðandi vatn og sjóðið í nákvæmlega í 5½ mínútur. Látið þá undir rennandi kalt vatn og takið skurnina af.
  2. Hitið pönnu á meðalhita. Mixið saman í skál, hveiti, sjávarsalt á hnífsoddi, 4 msk. af jógúrt og eina matskeið af ólífuolíu, þar til þú færð deig.
  3. Skiptið deiginu til helminga og rúllið út þannig að deigið sé um ½ cm á þykktina. Steikið á pönnunni í 3 mínútur eða þar til gyllt á lit. Munið að snúa og elda báðum megin.
  4. Setjið restina af jógúrtinni og mango chutney yfir brauðin. Skerið eggin til helminga og setjið á brauðið – ýtið aðeins á eggin með gaffli ef vill.
  5. Skerið chili í mjög litla bita og dreifið yfir. Skvettið smá ólífuolíu yfir og saltið og piprið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert