Stórhættulegur hlutur fannst í barnamáltíð á McDonalds

mbl.is/

Fjölskylda nokkur í Wisconsin fékk aukahlut með barnamáltíð á McDonalds nú á dögunum sem var ekki á matseðlinum.

Faðir barnsins, Scot Dymond, deildi reiði sinni í Facebook-hópi og lýsti því þegar fjögurra ára gamall sonur hans var að leika sér með beitt málmblað, er hann hélt að væri leikfang – enda lá það í Happy Meal-öskjunni sem hann fékk með máltíðinni sinni.

Scot sneri sér strax til afgreiðslumanns sem bauð honum fría máltíð í staðinn, en það féll ekki í kramið hjá áhyggjufullum föðurnum. Um er að ræða sköfu sem oft er notuð til að skafa málningu af gleri enda með rakvélablaði. Verið er að vinna í rannsókn málsins og ekki var gefið út hvort fjölskyldan hafi þegið þessa fríu máltíð eða ætlað með málið eitthvað lengra.

Feðgarnir ásamt sköfunni sem fylgdi með barnamáltíðinni.
Feðgarnir ásamt sköfunni sem fylgdi með barnamáltíðinni. mbl.is/
Það er ýmislegt óvænt sem leynist í Happy Meal, jafnvel …
Það er ýmislegt óvænt sem leynist í Happy Meal, jafnvel eitthvað sem ekki er óskað. mbl.is/McDonalds
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert