Það er alltaf vinsælt að vera með mat sem afkvæmunum hugnast enda fátt martraðarkenndara en vonbrigðagrátur barnanna þegar afrakstur eldamennskunnar er settur á kvöldverðarborðið.
Berglind Hreiðars á Gotterí & gersemar á blessunarlega ekki við þetta vandamál að stríða enda eru afkvæmi hennar afskapleg hrifin af hennar eldhúskúnstum. Hún segir að dætur sínar elski þetta salat sem alla jafna er kallað „japanska kjúklingasalatið“ á hennar heimili. Salatið hefur hún gert í mismunandi útfærslum en gott sé að hafa nóg af hnetum og fræjum í því.
Eitt það besta sem stelpurnar mínar fá er kjúklingasalat. Við höfum ótal sinnum gert „japanska kjúklingasalatið“ með núðlunum sem hefur verið birt í mismunandi útfærslum á hinum ýmsu miðlum. Sósan sem er hér á ferðinni er með svipuðu ívafi og það er alveg svakalega gott að hafa fullt af brakandi gómsætum hnetum og fræjum í svona salati.
Brakandi kjúklingasalat
Sósa
Salat
Ristið á þurri pönnu kasjúhnetur, sólblómafræ og möndluflögur þar til brúnast.
Skerið niður avókadó, vínber, brokkoli, lauk og tómata.
Skellið öllum hráefnunum saman í skál og setjið vel af sósu yfir og blandið saman (gott er að setja um helminginn af sósunni og hafa hinn til hliðar fyrir þá sem vilja meira).
Raðið að lokum kjúklingnum yfir salatið og berið fram.