Við tölum í fullri alvöru um hversu magnað eplaedik getur verið. Edikið er ekki bara gagnlegt á móti vefjagigt, sveppasýkingum og síþreytu – heldur einnig magnað hreinsiefni fyrir líkamann og heimilið. Þú getur auðveldlega þrifið flísar og spegla með því að blanda ediki út í vatn þar sem blandan er sýkladrepandi.
Og þar sem eplaedik er svo undravert efni er það frábært í hárið. Þeir sem glíma við þurran hársvörð og flösu ættu að prófa blanda ¼ bolla af eplasíder-ediki við ¼ bolla af vatni. Úðið þessu í hárið og á kollinn en passið að blandan leki ekki í augu og eyru. Vefjið því næst handklæði utan um höfuðið og látið standa í 15 mínútur til 1 klukkustund. Eftir það er hárið þvegið. Notið þessa aðferð einu sinni til tvisvar í viku til að losna við leiðindaflösu.