Með einu vel heppnuðu skurðarbretti fóru hjólin að snúast hjá stofnendum Joseph Joseph, sem hanna eingöngu eldhúsvörur með notagildi. Vörurnar eru þekktar fyrir gæði og góða endingu.
Nýjasta nýtt frá teyminu er stórsniðugt statíf innan á eldhússkápahurðina sem mun hýsa skurðarbrettin þín. Hver kannast ekki við að brettin fljúgi um allar skúffur og skápa án þess að eiga sitt ákveðna pláss? Ekki lengur, því þetta statíf mun leysa allan þann vanda.
Önnur nýjung frá Joseph Joseph eru nýir litir í hinum sívinsælu brettum „Chop2Pot“ – en hægt er að brjóta upp á hliðar brettisins, þannig að hráefnið hlaupi ekki út á gólf eins og mörgum er kunnugt þegar við flytjum t.d. saxaða sveppi yfir á pönnuna. Það er alveg á hreinu að Joseph Joseph hugsar í lausnum og út frá neytandandum þegar kemur að því að hanna vörur fyrir eldhúsið.