Allar fínu matreiðslubækurnar okkar eiga til að lenda ofan í skúffu og þar af leiðandi allt of lítið notaðar – þvi miður. Við erum handviss á því, ef þær eru fyrir framan okkur dags daglega þá munum við klárlega skoða þær meira. Hér fyrir neðan eru hugmyndir um hvernig og hvar megi koma bókunum fyrir.
Notaðu bækur í opnum hillum í eldhúsinu. Smelltu þeim inn á milli leirtausins, lóðrétt eða lárétt, það kemur virkilega skemmtilega út.
mbl.is/Mattietiegreen_Instagram
Hér er búið að litaraða bókunum og raða smekklega upp í hillu.
mbl.is/thestylenest_Instagram
Ef þú býrð svo vel að eiga búrskáp má raða matreiðslubókunum þar inn í fullkomna röð og reglu eins og restin af skápnum lítur (alltaf) út.
mbl.is/The Glitter Guide
Þú gætir tekið eina skáphurðina af og notað sem opnar hillur undir bækur og annað dót. Hugmynd!
mbl.is/The Inspired Room
Oftar en ekki er ónýtt pláss fyrir ofan ísskápana sem má nýta á marga vegu í stað þess að standa tómt.
mbl.is/Femme_eng
Litlar bókahillur eru hér við endann á innréttingu og nýtist því plássið vel.
mbl.is/The 2 Seasons