Kaldi brauðrétturinn sem Albert mælir með

mbl.is/Albert Eiríksson

Þessi frábæri brauðréttur kemur úr smiðju Lionskvenna í Borgarnesi en hann er að sögn Alberts Eiríkssonar einstaklega fljótlegur og bragðgóður - eiginlega bara algjört sælgæti sem þið verðið að prófa. 

Matarbloggið hans Alberts er hægt að nálgast HÉR.

Kaldur brauðréttur

  • 1 brauð
  • 2 dl. sýrður rjómi
  • 1 lítil dós mæjónes
  • ananassafi
  • ½ kg rækjur eða skinka
  • ½ dós ananas
  • 1 rauð paprika
  • 1 gul paprika
  • 1 agúrka
  • 1 blaðlaukur

Rífið brauðið smátt og setjið í form. blandið sýrðum rjóma, mæjónesi, ananas og helmingi af ananassafa saman við. Stráið rækjum eða skinku yfir. Hellið restinni af ananassafanum yfir. Saxið paprikur, agúrku og blaðlauk og stráið yfir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert