Hádegissalatið sem reddar deginum

mbl.is/María Gomez

Sal­at í há­deg­inu er eitt­hvað sem fleiri ættu að taka sér til fyr­ir­mynd­ar. Þá ekki síst sal­at sem hægt er að taka með sér í vinn­una og sér til þess að lífið verði ör­lítið betra og mitt­is­málið hald­ist í lagi. Eða svona þannig. Þetta sal­at er að sögn Maríu Gomez á Paz.is al­gjört sæl­gæti. Og við trú­um henni al­veg. Hvernig á eitt­hvað sem inni­held­ur allt þetta gúm­melaði að vera annað en stór­kost­lega gott?

Hádegissalatið sem reddar deginum

Vista Prenta

Há­deg­issal­atið sem ger­ir allt betra

Fyr­ir 2

  • ½ haus af kína­káli
  • ½ krukka af græn­um ólíf­um
  • ½ rauð papríka
  • 1 dós tún­fisk­ur
  • ½ þroskað mangó
  • ½-1 bolli kasjúhnet­ur
  • ½ box piccolotóm­ata
  • ½ dl feta­ost­ur
  • 1 dl sýrður rjómi með graslauk, þessi í grænu doll­unni
  • Fersk stein­selja til skreyt­ing­ar ef vill en má sleppa

Aðferð

  1. Skerið kálið, paprik­una, tóm­at­ana og mangóið niður smátt og setjið í skál
  2. Ristið svo kasjúhnet­urn­ar á pönnu og leyfið þeim að dökkna svoldið vel á hliðunum, gef­ur fer­lega gott bragð
  3. Leggið hnet­urn­ar til hliðar og kælið í ör­litla stund
  4. Setjið næst ólíf­urn­ar út á í skál­ina og feta­ost­inn, passið að sigta ol­í­una vel frá feta­ost­in­um
  5. Sigtið næst vel all­an safa eða olíu af tún­fiskn­um og tætið yfir sal­atið í skál­inni
  6. Setjið nú hnet­urn­ar út á og blandið þessu vel sam­an
  7. Setjið að lok­um sýrða rjómann út á og hrærið vel sam­an. Sýrði er ekki að fara að gera sal­atið eins og mayo­nessal­at, held­ur er hann meira eins og góð dress­ing og gef­ur rosa­lega gott bragð á sal­atið svo ekki sleppa hon­um
mbl.is/​María Gomez
mbl.is/​María Gomez
mbl.is/​María Gomez
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert
Loka