8 stórmerkilegar staðreyndir um mat

Við borðum mat á hverjum degi, oft á dag, en við spáum svo sem ekki mikið meira í það. Hér eru nokkrar sturlaðar og stórskemmtilegar staðreyndir um mat sem ýta kannski undir matarlystina hjá einhverjum.

  1. Mest stolni matur í heiminum er ostur! Í kringum 4% af öllum osti sem framleiddur er í heiminum verður stolið. Ostar hafa jafnvel sést til sölu á svarta markaðnum, sem er ótrúlegt en satt.
  2. Þetta á eftir að koma ykkur á óvart. Bananar, gúrka og kíví tilheyra berjaflokknum en jarðarber og rifsber eru það aftur á móti ekki. Þetta vita ekki margir nema hreinræktaðir grasafræðingar og núna við.
  3. Sumt sem við borgum fúlgu fjár fyrir á veitingahúsum í dag, var ekki litið á hér áður fyrr. Það var ekki litið á humar sem neinn sælkeramat og oftar en ekki var honum fleygt aftur út á haf eða hann gefinn þjónum. Það voru lög um hversu mikinn humar mátti gefa ótuktum í fangelsum þar sem of mikið af honum þótti vera grimmilegt. Hlutirnir hafa svo sannarlega breyst.
  4. Gömul aðferð er kallast „rabbarbaraþvingun“ snýst um að planta rabbarbara á dimman stað og gabba hann til að vaxa mikið og hratt – svo hratt að þú heyrir þegar hann poppar út.
  5. Þú þarft ekkert að óttast næst þegar þú tekur bita af epli og bítur í límmiðan með því þeir eru alls ekkert eitraðir og eru ætir. Við mælum samt ekki með því að borða þá viljandi.
  6. Hnetusmjörið góða, Nutella, er það vinsælt að framleiðslan notar um ¼ af öllum heslihnetum í heiminum. Eftirspurnin eftir hnetunum er orðin það mikil að menn eru farnir að reyna að rækta þær á tilraunastofum til að sporna við skorti.
  7. Eru flugur að angra þig? Það eru ákveðnar tegundir af smásjármóðum sem eru nauðsynlegar fyrir frævun á kakóplöntum og gera súkkulaðið eins og það er. Hugsaðu um þetta næst þegar þú slærð til flugu því ekki viljum við líða skort á súkkulaði.
  8. Óvæntar uppákomur og matur eru góð blanda en á 16. öld í Englandi voru óvenjulegir siðir hvað þetta varðar því þá tíðkaðist að setja lifandi dýr í bökur til að koma matargestum á óvart. Það er ágætt að sumar hefðir hafa ekki náð fótfestu á okkar tíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert