Álpappír getur bjargað steypujárnspönnunni

Þú getur notað álpappír við að þrífa fastar matarleifar af …
Þú getur notað álpappír við að þrífa fastar matarleifar af pönnunni. mbl.is/Joe Lingeman

Steypujárnspönnur eru hin mesta snilld í eldhúsinu eins og við höfum áður komið inn á. Það þarf að fara vel með þær og alls ekki að láta þær liggja lengi í bleyti til að ná föstum matarleifum í burtu. En þá kemur álpappír til sögunnar!

Þú getur þrifið pönnuna með heitu vatni og uppþvottalegi, en ef það er ekki að virka þá er bara að teygja sig í skúffuna og grípa álpappírinn. Mótaðu kúlu úr álpappírnum og byrjaðu að skrúbba upp úr vatni. Álpappírinn er mun mildari en margir þrifsvampar sem kemur stórlega á óvart. Muna svo að þurrka pönnuna vel á eftir en þá er gott ráð að smella henni smástund á meðalhita á helluna til að taka allan raka burt, og geyma svo á góðum stað.

Álpappír er vinsæl eldhúsvara.
Álpappír er vinsæl eldhúsvara. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert