Langbesta hummus-uppskrift í heimi

mbl.is/Howsweeteats.com

Hálfbakaðir tómatar eru hin mesta dásemd og þeir eru ólýsanlegir í þessari hummus-uppskrift. Hummus er hið mesta lostæti og þessi uppskrift bragðast miklu betur en búðarkeypt. Það má bera hummus fram með kexi og grilluðum nan-brauðum svo eitthvað sé nefnt.

Við mælum líka með að prófa sig áfram með tómatana, blanda þeim saman við maukaðan fetaost og bera fram með kexi eða ristuðu brauði, jafnvel avocado. Eins er gott að blanda tómötunum saman við pasta, en þar taka bragðlaukarnir þig með á suðrænar slóðir til Ítalíu.

Langbesta hummus-uppskrift í heimi

Hálfbakaðir tómatar:

  • 2 öskjur af cherry-tómötum
  • 1 msk. ólífuolía
  • ½ msk. sykur
  • 1 hvítlauksrif, merjað
  • ½ tsk. salt
  • ½ tsk. pipar
  • ½ tsk. þurrkað timían

Hummus:

  • 400 g kjúklingabaunir
  • 1 bolli tahini paste
  • 2 hvítlauksrif
  • ½ sítróna (safinn)
  • ½ tsk. salt
  • ½ tsk. pipar
  • 2/3 bolli hálfbakaðir tómatar
  • 2-3 msk. kalt vatn (eða ísmola)
  • 1-2 msk. ólífuolía
  • Ferskt oreganó til skrauts

Aðferð:

Hálfbakaðir tómatar:

  1. Hitið ofninn í 150°. Setjið pökunarpappír á bökunarplötu.
  2. Skerið tómatana til helminga og dreifið þeim á plötuna. Dreifið ólífuolíu yfir og stráið salti, sykri, hvítlauk og timían yfir og blandið saman. Bakið í 1,5-2 tíma og veltið þeim aðeins á hálftíma fresti. Takið þá úr ofninum og leyfið þeim að kólna alveg áður en þú byrjar á hummusinum sjálfum. Ef þú hefur gert eitthvað aukalega af tómötunum er upplagt að setja þá í lofttæmt box og geyma í ísskáp til að nota sem meðlæti út vikuna.

Hummus:

  1. Setjið kjúklingabaunir, tahini, sítrónusafa, hvítlauk, salt og pipar í matvinnsluvél og látið hakkast þar til baunirnar hafa blandast vel saman og bætið þá tómötunum við.
  2. Setjið ísskalt vatn út í og blandið í mínútu eða tvær. Þegar vatnið er komið út í ætti hummusinn að byrja verða „mjúkur“. Bætið annars við meira vatni eftir þörfum. Dreypið smávegis af ólífuolíu út í og smakkið til með salti og pipar.
mbl.is/Howsweeteats.com
mbl.is/Howsweeteats.com
Þetta hummus er ólýsanlega gott.
Þetta hummus er ólýsanlega gott. mbl.is/Howsweeteats.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert