Já, hér er ýmsu lofað börnin mín og þessi uppskrift stendur fylliega undir væntingum enda úr smiðju Berglindar Hreiðars sem er þeim kosti gædd að elda bara góðan mat.
Pítsan er einföld í grunninn en svo megið þið flippa eins og ykkur sýnist því það er jú föstudagur!
Matarbloggið hennar Berglindar er hægt að nálgast HÉR.
Ítölsk pizza uppskrift
Pizzabotn
- 10 dl hveiti
- 1 poki þurrger
- 2 tsk salt
- 4 dl volgt vatn
- 3 msk matarolía
Álegg
- Pizzaostur frá Gott í matinn
- 2 dósir Mozzarellaperlur
- 4 tómatar skornir í sneiðar
- Pizzasósa
- Klettasalat
- Fersk basilika
- Balsamic glaze
Aðferð:
- Þurrefnin hrærð saman og volgu vatni og matarolíu blandað saman við.
- Hrært með króknum þar til falleg kúla hefur myndast.
- Spreyið stóra skál með matarolíu, veltið deiginu upp úr, plastið og leyfið að hefast í 1 klst.
- Skiptið deiginu niður í 5 minni pizzur (um 25 cm í þvermál).
- Smyrjið með pizzasósu, stráið pizzaosti yfir botninn, sneiddum tómötum og mozzarellaperlum.
- Bakið við 220°C í um 12-15 mínútur.
- Dreifið þá klettasalati og ferskri basiliku yfir pizzuna og smá balsamic glaze.