Vissuð þið að við snertum andlitið á okkur meira ef við erum að ljúga, og eigum það til að sleikja varirnar ef við tölum við einhvern sem er aðlaðandi? Þetta gerist algjörlega án þess að við spáum eitthvað út í hvað við erum að gera. Sama gildir um samlokuna sem við borðum – það segir margt til um hvort við skerum hana á ská eða þvert yfir miðjuna.
Matarspekúlant og stofnandi Food-ology, Juliet A. Boghossian, hefur rannsakað hegðun manna við mat, þar á meðal hvernig við skerum samlokuna. Í hvoru liðinu ert þú?
Þeir sem skera samlokuna á ská...
...eru fagurkerar! Hér er um fólk að ræða sem hugsar út í smáatriðin og vill gefa samlokunni sinni persónulegt „touch“. Þetta er fólkið sem elskar að slúðra, vill heyra alla díteila og kafa ofan í smáatriðin. Þetta fólk er nýjungagjarnt.
Þeir sem skera samlokuna yfir miðjuna...
...er fólk sem leggur áherslu á heildarmyndina og horfir ekki mikið í smáatriðin. Fyrir því er verkefni bara verkefni sem þarf að klára og engin tilfinningatengsl þar á bak við. Þetta er fólkið sem skarar fram úr og vinnur með mottóið „minna er meira“.