Ofureinföld Mexíkósúpa að hætti Maríu

mbl.is/María Gomez

Eins og landinn veit þá er fátt vinsælla á heimilum landsins en Mexíkósúpa. Hér erum við með snilldarútgáfu af þessum frábæra kvöldverði sem kemur beint úr smiðju Maríu Gomez á Paz.is sem er mikill meistari í að búa til góðan mat sem fjölskyldan elskar!

Ofureinföld Mexíkósúpa

  • 1 pakka af Toro Mexíkósúpu
  • 1 krukku af salsa sósu (þeirri sem ykkur finnst best)
  • 1 gulrót
  • 1/2 rauð papríka
  • 8 dl vatn
  • 2 dl matreiðlsurjómi eða nýmjólk
  • 500 gr nautahakk
  • 1 msk. Bezt á nautið
  • 2 tsk. cumin (ekki kúmen eins og í kringlum)
  • 1 tsk. timian
  • Hýði af einni límónu
  • 1 tsk. salt
  • 1/2 tsk. cayenne pipar (má sleppa)

Borið fram með:

  • Sýrðum rjóma
  • Avókado
  • Nachos með salti
  • Gulum baunum
  • Rifnum osti
  • Hakkinu

Aðferð

  1. Afhýðið gulrótina og skerið í skífur
  2. Skerið niður papríkuna smátt
  3. Setjið 8 dl af vatni, 2 dl matreiðslurjóma og súpupakkann í pott og kveikið undir
  4. Bætið svo við papríkunni, gulrótinni og salsasósunni og látið byrja að sjóða
  5. Sjóðið í 15 mínútur
  6. Steikið hakkið á meðan á pönnu
  7. Kryddið hakkið með saltinu, Bezt á kryddinu, Cumin, timian, cayenne pipar og raspið límónuberkinum út á
  8. Setjið Avókado smátt skorið, rifinn ost, sýrðan, gular baunir, snakk og hakkið í skálar og berið fram með súpunni
  9. Mér finnst langbest að setja allt þetta út á súpuna og mylja snakkið yfir og hræra létt saman, klikkar ekki !
mbl.is/María Gomez
mbl.is/María Gomez
mbl.is/María Gomez
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka