Þá sjaldan að þjóðin þarf að lyfta sér upp er ekki úr vegi að gera það með góðum mat er ekki úr vegi að fá sér smá gourmet andabringur a la Linda Ben.
Orð er óþörf. Þessi steinliggur....
Andabringur í appelsínusósu með hunangs gljáðum plómum
Appelsínu sósa
Hunangs gljáðar plómur
Aðferð
Hreinsið bringurnar vel af öllum fjöðrum sem gætu legið í fitunni. Skerið fituna í tígla samanber mynd hér að ofan. Kveikið á ofninum og stillið á 200ºC. Setjið bringurnar á kalda og þurra pönnu, kveikið undir pönnunni og stillið á háan hita, steikið og takið fituna sem myndast af pönnunni jafn óðum svo puran verði stökk og góð. Haldið áfram að steikja þar til puran verður fallega brún. Takið bringurnar af pönnunni, hreinsið það mesta af pönnunni og setjið bringurnar aftur á pönnuna eða í eldfast mót, bakið inn í ofni í 8 mín.
Skerið plómurnar í fjóra hluta. Bræðið smjör á pönnu og hitið það vel, án þess að brenna, leggið plómurnar á pönnuna og steikið þær vel á öllum hliðum þannig að þær brúnist svolítið. Lækkið hitann undir pönnunni og dreifið hunanginu yfir. Takið af hitanum.
Sósan er útbúin með því að setja sykur og vatn á pönnu og leyft að sjóða þar til karamellan hefur brúnast vel. Hvítvíninu og hvítvínsedikinu er bætt út á, hrært saman við og soðið þar til sósan er orðin þykkt síróp. Því næst er appelsínusafanum hellt út á og appelsínu berkinum hrært saman við. Sósan er látin sjóða niður u.þ.b. helming. Bætið vatninu og kraftinum út í og þykkið með sósu jafnara, hrærið vel í. Smakkið til með salti og pipar.