Í þau skipti sem við fáum illt í magann skýst oft upp í hugann að fá okkur kók til að róa magann. En er kók það besta við magaverk?
Þótt það sé ekki vísindalega sannað geta kók og aðrir sykraðir drykkir aukið vellíðan við vægari magakveisu. Í þeirri aðstöðu missum við nefnilega mikinn vökva sem tekur kroppinn tíma að vinna upp aftur. Og þá getur kókflaska verið afar vel þegin.
Hins vegar ef þú hefur fengið slæma magakveisu getur hátt sykurinnihald kóksins haft þveröfug áhrif á magann. Því ber að vera vakandi yfir því hvort sykurdrykkurinn sé það besta fyrir þig.