Það er eitthvað óútskýranlega gott við rétti sem þessa. Hér erum við með svokallað salat sem er samt sneysafullt af gómsætu og bragðmiklu kjöti.
Það er engin önnur en Berglind Guðmunds á GRGS.is sem á heiðurinn að þessari snilld.
Steikarsalatið sem sérfræðingarnir sverja að sé stórkostlegt
Aðferð:
Skerið lambakjötið í bita og þerrið. Setjið í skál og bætið hveiti, 1 msk af cumin, helming af sojasósunni, helming af hrísgrjónaedikinu og sykri. Blandið vel saman og marinerið í amk 30 mínútur.
Skerið eggaldin niður í bita og setjið í skál ásamt afganginum af cuminkryddinu og salti.
Hellið helming af olíu á pönnu og hitið vel. Steikið eggaldin í um 5 mínútur við háan hita og hrærið af og til í blöndunni eða þar til eggaldinið er farið að brúnast.
Bætið engifer og 1 msk af sojasósu saman við og steikið í nokkrar mínútur til viðbótar.
Takið af pönnunni og þerrið. Geymið.
Hitið pönnuna og bætið þá afganginum af olíunni þar á.
Steikið kjötið í þremur hlutum á pönnunni. Í um 2 mínútur á hvorri hlið. Endurtakið með afganginn af kjötinu.
Þerrið kjötið og hellið um helming af olíunni af pönnunni.
Setjið allt kjötið aftur á heita pönnuna ásamt eggaldin, sojasósu, ediki, chilí, vorlauk og kóríander og veltið saman í nokkrar mínútur. Setjið á disk og berið fram.