Oft þarf alveg merkilega lítið til að lífið verði fullkomið. Þessi samloka er nákvæmlega eitt af því sem oft þarf til og þarf ekki meira til. Það er Berglind Hreiðars á Gotteri.is sem á heiðurinn að þessari snilld. Njótið vel!
Brie-samloka með beikoni
Miðað er við fjórar samlokur úr neðangreindum hráefnum
- 1 x Dala brie-ostur
- gróft súrdeigsbrauð
- 1 x beikonbréf
- klettasalat
- tvö lítil avókadó
- gróft salt
- trufflusinnep eða pestó
Aðferð:
- Steikið beikonið í ofni þar til stökkt og leggið til hliðar.
- Ristið brauðsneiðarnar í samlokugrilli.
- Raðið samlokunni saman: Fyrst trufflusinnep eða pestó (það má líka sleppa því að hafa nokkra sósu) síðan klettasalat, avókadó, Dalabrie, beikon.