Sósan með þessari steik er ein af þessum keppnissósum sem við setjum klárlega í flokkinn „sósur sem geta breytt lífinu" því sá flokkur er til.
Það er María Gomez á Paz.is sem á þessa uppskrift og hafi hún ævarandi þökk fyrir.
Sósa með smjörsteiktum hvítlaukssveppum
15-25 gr smjör til steikingar á sveppunum
1 askja sveppir
4 marin hvítlauksrif
25 gr smjör fyrir sósuna sjálfa
25 gr hveiti
5 dl nýmjólk
3 dl soðið vatn
1 peli rjóma
1 msk lambakraftur í duftformi
1 pakki Toro viltsaus (bara duftið ekki gera sósu úr henni)
1 pakki Toro sveppasósa (bara duftið beint úr pakkanum)
1 msk sykur
salt
Aðferð:
Skerið sveppina í þunnar sneiðar og merjið hvítlauksrifin
Bræðið 15-25 gr af smjöri á pönnu og hafið hitann lágan
Setjið hvítlaukinn út á pönnuna og hrærið stöðugt í svo hann brenni ekki, en hann má ekki brenna né brúnast, bara soðna létt í smjörinu
Bætið sveppunum fljótlega út á og saltið. Hrærið oft í sveppunum meðan þeir eru að brúnast svo hvítlaukurinn brenni ekki. Hér er mikilvægt að steikja við vægan hita
Þegar sveppirnir eru tilbúnir setjið þá til hliðar
Setjið næst 25 gr af smjöri í pott og bræðið
Bætið þá hveitinu út í og hrærið stöðugt í svo myndist þykk smjörbolla
Hellið svo soðna vatninu út á og hrærið stöðugt í á meðan
Nú er komin þykkur smjörgrunnur og í hann er bætt við lambakraftinum, mjólkinni og rjómanum
Setjið næst duftið úr pakkasósunum út í og hrærið vel í á meðan
Bætið svo við einni msk af sykri og sveppunum
Leyfið að malla vel saman í eins og lágmark 15 mínútur