Steikin sem smellpassar með sósunni

mbl.is/María Gomez

Steikin hér passar einstaklega vel við sósuna sem við vorum að birta. Við erum að tala um frábæra steik með ofnbökuðu rótargræmneti.

Það er María Gomez á Paz.is sem á þessa uppskrift og hafi hún ævarandi þökk fyrir.

mbl.is/María Gomez

Ofnbakað grænmeti

  • 1 stór bökunarkartafla

  • 1 stór sæt kartafla

  • 1 stór gulrót

  • 1 rauðlaukur

  • 1 græn paprika

  • Ólífuolía

  • Rósmarín

  • salt

  • pipar

Aðferð:

  1. Skerið allt grænmetið smátt niður og setjið á bökunarplötu með smjörpappa

  2. Hellið olíu vel yfir allt grænmetið og saltið, piprið og kryddið með þurrkuðu rósmarín

  3. Nuddið nú öllu vel saman og bakið við 190°C blástur í eins og 1 klst

mbl.is/María Gomez

Lambalærið

  • 2 kg lambalæri (stærð fer samt eftir fjölda)

  • Salt og pipar

  • Bezt Á Lambið kryddið

  • Ferskar greinar af timian

Aðferð

  1. Byrjið á að salta og pipra lambið vel allan hringinn bæði undir og yfir

  2. Setjið svo Bezt Á Lambið kryddið létt yfir (passið að setja samt ekki of mikið)

  3. Að lokum strái ég yfir blöðum af fersku timian en má sleppa

  4. Bakið í ofni við 200°C blástur í 1-1,5 klst eftir því hversu rautt þið viljið hafa kjötið

mbl.is/María Gomez
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert