Er svefnstellingin að koma upp um þig?

Svefn er það besta sem við fáum en svefnstellingar okkar …
Svefn er það besta sem við fáum en svefnstellingar okkar geta verið misjafnar. mbl.is/Panthermedia

Það er magnað hversu ólíkt fólk er varðandi svefnstellingar. Mörg okkar eiga það til að snúa okkur marga hringi á nóttinni á meðan aðrir vakna í sömu stellingu og þeir sofnuðu í. En hvað segir stellingin okkur um matarvenjur okkar?

Prófessor nokkur hefur rannsakað svefnvenjur manna. Hann hefur skipt svefnvenjum upp í sex mismunandi stellingar sem eiga að endurspegla matarvenjur okkar sem er afar forvitnilegt - en niðurstöðurnar má sjá nánar hér fyrir neðan. 

Í hvaða stellingu sefur þú á nóttunni? 

Fósturstellingin
Þeir sem sofa í þessari stellingu eru oftast með harðan skráp en mjúkir og viðkvæmir að innan. Viðkomandi getur verið feiminn við fyrstu kynni en slakar fljótt á. Það eru fleiri konur en karlmenn sem sofa í þessari stellingu. Súpur eru í miklu uppáhaldi hjá þessari týpu sem og pottréttir. 

Krossfiskurinnn
Hér sefur viðkomandi með báðar hendur fyrir ofan höfuð og heldur ef til vill utan um koddann. Þessar persónur eru góðir vinir vina sinna sem hlusta á vandamál annarra og bjóða fram aðstoð sína eftir þörfum. Krossfiskarnir eru þó ekki mikið fyrir athygli og vilja fremur einfaldan en bragðsterkan mat.

Tindátinn
Þessi stelling segir sig sjálf – hér liggur viðkomandi á bakinu með hendur meðfram síðum. Rólega týpan sem er ekki fyrir mikinn asa og hefur háar væntingar til sín sjálfs og annara. Heiðarleg steik er mjög vinsæl hjá tindátanum sem og spaghetti.

Betlarinn
Þeir sem sofa á hliðinni með handlegginn beint út á hlið frá brjósti. Þessar persónur eru opnar en geta líka verið grunsamlegar. Þau eiga erfitt með að taka ákvarðanir, en þegar ákvörðun er tekin er mjög ólíklegt að viðkomandi breyti um skoðun. Subbufæði er í sérstöku uppáhaldi hjá þessari týpu. 

Sú læsta
Í þessu tilviki sefur aðilinn á hliðinni með báðar hendur niður með síðum. Þessi persóna er félagslynd og vill vera ein af hópnum. Þau stóla á ókunnuga og geta verið pínu barnaleg. Í uppáhaldi er matur sem hægt er að deila og er fremur bragðmikill en þó ekki mjög sterkur. 

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita...

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert