Hér gefur að líta skothelda uppskrift sem ætti að falla í kramið á flestum heimilum. Hún er jafnframt frábær daginn eftir sem er algjör bónus - þá ekki síst ef maður er svo heppinn að eiga afgang.
Það er engin önnur en Tinna Alavis sem á heiðurinn að þessari uppskrift.
Kjúklinga- og beikonpasta með rjómasósu
- kjúklingabringur
- beikon
- penne pasta
- 1 pakki sveppir
- rauð paprika
- 2 laukar
- graslaukur
- 1 peli rjómi
- rúmlega hálfur parmesanostur
- mozzarellaostur
- piparostur
Aðferð:
- Byrjið á því að steikja sveppi, lauk og papriku á lítilli pönnu (setjið til hliðar).
- Steikið beikonið þangað til það er orðið stökkt (setjið til hliðar).
- Steikið því næst kjúklingabringurnar (kryddið með salti + pipar) og sjóðið penne pastað á sama tíma.
- Takið fram pott og hellið rjómanum út í.
- Bræðið piparostinn og parmesanostinn á vægum hita.
- Þegar pastað er soðið hellið vatninu af og bætið því saman við rjómaostablönduna ásamt kjúklingnum (sem búið er að skera í passlega stóra bita).
- Steikta grænmetið fer svo saman við í lokin.
- Smakkið til með svörtum pipar.
- Berið réttinn fram með smátt skornum graslauk og mozzarella osti.
- - -
Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita...