Eins og nafnið gefur til kynna er kínakál upprunalega frá Kína. En það er margt annað skrítið og skemmtilegt sem við vissum ekki um þetta stökka kál fyrr en núna.
- Það má rekja sögu kálsins til Kína í meira en 1.500 ár og eflaust eitthvað lengur.
- Kínakál náði til Evrópu eftir að menn í Austurríki hófu að rækta það. Eftir það breiddist það frekar hratt á milli annara landa í Evrópu.
- Kínakál er vinsælt á meðal barna og fullorðinna og í raun er þetta kál sem nánast öllum finnst gott. Það er milt á bragðið og kálblöðin eru stökk en á sama tíma safarík.
- Kálið er þekkt fyrir hvítan „kropp“ með ljósgrænum blöðum og borðum við hvort tveggja.
- Við sjáum oft kálið í wok-réttum, en það er dásamlega gott að steikja það í 15 sekúndur á heitri wok-pönnu og bæta við smávegis af hvítlauk og ostrusósu.
- Kínakál gerir margar súpur betri og gefur góða fyllingu. Er einnig ljúffengt á hamborgara.
- Þú getur geymt kálið í ísskáp í allt að viku í plastpoka. Eins má fríska upp á blöðin með því að leggja þau í ískalt vatn í 15 mínútur áður en þú notar þau.