VIPP fáanleg í sérstakri afmælisútgáfu

Afmælisútgáfa Vipp15-tunnunnar er hönnuð af franska listamanninum Vahram Muratyan, sem …
Afmælisútgáfa Vipp15-tunnunnar er hönnuð af franska listamanninum Vahram Muratyan, sem sótti innblástur í götulíf og sögu Kaupmannahafnar. mbl.is/Vipp.com

Ein vinsælasta ruslatunna heims er nú fáanleg í sérstakri afmælisútgáfu í tilefni af 80 ára afmæli tunnunnar.

Í tilefni að stórafmælinu fengu stjórnendur VIPP hinn franska listamann Vahram Muratyan til að hanna útlit á VIPP15-tunnuna sem verður einungis fáanleg í takmarkaðan tíma en Vipp-tunnurnar eru þekktustu eldhúsruslatunnur samtímans. 

Hér heldur Vahram í rætur danskrar menningar og sögu með grafísku listaverki sem endurspeglar meðal annars litríku húsin við Nyhavn og Tívolíið sjálft – fólk á hjólum og lífið í borginni. Vahram viðurkennir þó að hann hafi ekki alveg verið með það á hreinu hver uppruni Vipp-tunnunar væri og hann hafði þetta að segja; „Hönnun ruslatunnunnar minnir mig á dæmigerðan bar sem þú finnur í Ameríku. Það kom mér því á óvart þegar ég fræddist aðeins meira um uppruna tunnunnar eftir að VIPP hafði samband við mig út af þessu verkefni.“

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita...

- - -

mbl.is/Vipp.com
Litríku húsin við Nyhavn voru innblástur fyrir listamanninn - ekki …
Litríku húsin við Nyhavn voru innblástur fyrir listamanninn - ekki að ástæðulausu. mbl.is/Vipp.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert