Ertu ein/n af þeim sem hellir upp á kaffi á hverjum degi? Ertu kannski búinn að gefast upp á gömlu góðu uppáhellingunni og kominn í fínni græjur sem búa til sjálfvirkt kaffi á ákveðnum tíma akkúrrat þegar þú vilt?
Engar áhyggjur - við dæmum engan enda snýst þetta allt um kaffibollann en hvort sem þú ert með kaffivél sem kostar fleiri hundruð þúsund krónur eða ekki þá eru nokkur atriði sem þú verður að hafa í huga:
- Vatnið verður að sjóða áður. Sérfræðingarnir segja það og allir hinir líka. Það er ekki nóg að vera bara með heitt vatn. Það verður að sjóða.
- Ekki vera með plastkaffikönnu. Plast sem hitnar losar eiturefni sem fara út í vökvann. Fjárfestu fremur í aðeins betri græju - jafnvel bara pressukönnu. Þær klikka aldrei.
- Þrífðu græjuna. Ótúlega margir gleyma þessu grundvallaratriði. Það er ekki nóg að eiga fína vél ef mjólkurstúturinn á henni er orðinn að bakteríunýlendu. Góð þrif eru grundvallaratiði.
- Ekki nota hitaveituvatn. Þetta segir sig sjálft en ótrúlega margir flaska á þessu.
- Skiptu um vatn daglega ef þú ert með þannig græjur. Það er eitthvað grunsamlegt við að fylla vélina einu sinni í viku og þess á milli stendur vatnið við stofuhita og safnar einhverju!
Nespresso-vélar eru frábærar en þær þarf að þrífa.