Heimatilbúinn andlitsmaski sem gerir kraftaverk

Það væri ekki amalegt að ná svona árangri með heimatilbúnum …
Það væri ekki amalegt að ná svona árangri með heimatilbúnum andlitsmaska úr matvælum en tökum eitt skref í einu. mbl.is/Thinkstockphotos

Það jafnast fátt við að bera á sig andlitsmaska á kvöldin og dekra við húðina. Sumir vilja meina að hér sé um sannkallaðan lúxus að ræða þar sem það getur reynst dýrt að kaupa oft slíkan út í búð. En þannig þarf það alls ekki að vera, því það getur verið að þú eigir hann til í eldhúsinu heima.

Það er í raun frábær hugmynd að nota matvæli sem húðvöru og ef þú kíkir á innihaldslýsingu á andlitsmaska út í búð er þó mjög ósennilegt að þar standi t.d. avókado eins og í þessari uppskrift en hér er um að ræða algjöran töframaska sem er sneisafullur af alls konar bráðnauðsynlegum efnum fyrir húðina.

Hér er upplagt að nota avókadó sem er orðinn það þroskað að þú getir varla hugsað þér að borða það, og blanda því saman við smávegis af hreinni jógúrt (eða sýrðum rjóma ef það er við höndina). Smyrjið blöndunni á andlitið og látið standa í 15-20 mínútur. Þvoið síðan andlitið með volgu vatni.

Maskinn er frábær við þreyttri og þurri húð, því fullkominn að vetri til. Ef húðin þín er mjög þurr má alveg bæta smávegis af ólífuolíu út í blönduna sem mun mýkja húðina og næra.

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita...

Hefur þú prófað að bera á þig avocado?
Hefur þú prófað að bera á þig avocado? mbl.is/health.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert