Hver elskar ekki smá pepperóní með pasta? Hvað þá ef það er löðrandi í osti og almennum huggulegheitum. Fullkominn kvöldmatur þegar maður þarf smá kolvetni.
Uppskriftin kemur úr smiðju Berglindar Guðmunds á GRGS.is og klikkar ekki.
Allt á einni pönnu pepperoní pasta
- 120-150 g pepperoni
- 1 krukka roasted basil garlic sauce Stonewall Kitchen
- 70 g tómatpúrra
- 200 g penne pasta
- 500 ml vatn
- salt og pipar
- rifinn mozzarella-ostur
Aðferð:
- Setjið pepperoni á djúpa pönnu ásamt tómatmauki, pasta og vatni. Blandið vel saman og hitið að suðu.
- Lækkið hitann og látið malla með lok yfir pönnuna í 15 mínútur eða þar til vökvinn er að mestu uppleystur. Smakkið til með salti og pipar.
- Setjið ost yfir allt og hitið þar til osturinn hefur bráðnað.