Allt á einni pönnu pepperoní pasta

mbl.is/GRGS

Hver elskar ekki smá pepperóní með pasta? Hvað þá ef það er löðrandi í osti og almennum huggulegheitum. Fullkominn kvöldmatur þegar maður þarf smá kolvetni.

Uppskriftin kemur úr smiðju Berglindar Guðmunds á GRGS.is og klikkar ekki.

Allt á einni pönnu pepperoní pasta

  • 120-150 g pepperoni
  • 1 krukka roasted basil garlic sauce Stonewall Kitchen
  • 70 g tómatpúrra
  • 200 g penne pasta
  • 500 ml vatn
  • salt og pipar
  • rifinn mozzarella-ostur

Aðferð:

  1. Setjið pepperoni á djúpa pönnu ásamt tómatmauki, pasta og vatni. Blandið vel saman og hitið að suðu.
  2. Lækkið hitann og látið malla með lok yfir pönnuna í 15 mínútur eða þar til vökvinn er að mestu uppleystur. Smakkið til með salti og pipar.
  3. Setjið ost yfir allt og hitið þar til osturinn hefur bráðnað.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka