Er uppþvottavélin full af óhreinindum?

Er uppþvottavélin þín farin að lykta?
Er uppþvottavélin þín farin að lykta? mbl.is/Alamy

Eitt af því mikilvægasta á heimilinu sem við verðum að þrífa er uppþvottavélin, en hún á það til að gleymast. Við viljum alls ekki vera með leirtauið okkar hálfskítugt er við notum það undir matinn sem við borðum. Ef þú finnur vonda lykt koma úr vélinni eða leirtauið er hálfskítugt er ekki vitlaust að staldra við og hugsa út í hvenær þú þreifst vélina síðast.

1: Þvoið alla vélina, sem sagt sápuskúffur, gúmmílista og síur. Gott er að þrífa vélina með Rodalon sem inniheldur klór og spornar við að sveppir myndist.

2: Skiptið út hlutum ef eitthvað er brotið eða illa farið, eins og götóttir gúmmílistar. Eins ef svartir blettir eru farnir að myndast á listunum (sveppir) og þú nærð ekki að þrífa þá burt með Rodalon, þá er mjög mikilvægt að skipta þeim út. Hafið samband við söluaðila og fáið ráðleggingar.

3: Látið vélina vinna á hæsta hitastigi svona endrum og sinnum og þá með Rodalon innanborðs. Það mun leysa upp alla fitu og önnur efni sem sest hafa á vélina.

4: Eftir að þú hefur þvegið vélina með Rodalon er mikilvægt að láta hana keyra einn umgang á léttu prógrammi til að losna örugglega við allar klórleifar sem kunna að hafa setið eftir. Og þá getur þú byrjað að nota vélina að nýju.

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita...

Tandurhreint leirtau í þessari vél.
Tandurhreint leirtau í þessari vél. mbl.is/WhiteAway
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert