Er í lagi að ryksuga hund? Þegar stórt er spurt erum við alltaf til taks með svörin.
Fólk sem á loðna ferfætlinga kannast eflaust við að finna hár víða um heimilið og sérstaklega eftir ketti sem fara upp á öll húsgögn og una sér jafnvel uppi á borði í eldhúsinu. En hvernig er best að losna við öll þessi fínu hár sem fljúga um allt hús? Ryksuga hundinn og banna kettinum að koma inn - pæling?
Ein leið er að draga fram gamla gúmmíhanska og fötu með heitu vatni. Bleyttu aðeins í hönskunum eða leyfðu þeim að draga í sig rakann. Strjúktu svo yfir sófann eða þar sem hárin liggja og skolaðu svo hanskana í vaskinum. Ekki skola í vatnsfötunni því þá endar þú uppi með að dreifa enn fleiri hárum. Endurtaktu aftur og aftur þar til þú hefur strokið allt burt.
Önnur aðferð er að nota microfibre-mottu því ryksugan er ekki alltaf besti kosturinn hvað hár varðar. Eins má finna gamlan bol og moppa yfir gólfið með honum því hárin draga sig í efnið.