Matvælin sem eiga alls ekki heima í ísskáp

Við þekkjum ekkert annað en að leggja eggin inn í …
Við þekkjum ekkert annað en að leggja eggin inn í ísskáp þó að í mörgum öðrum löndum út í heimi sé það aldrei gert. Þau geta haldið sér mjög lengi án þess að vera í kæli og sumir vilja meina að bragð eggjanna breytist við kuldann fari þau í kæli. mbl.is/All Over

Ísskápurinn er svo sannarlega snilldarheimilistæki sem heldur matnum okkar ferskum og góðum og án hans væri erfitt að vera. En það er svo mikill misskilningur að allur matur eigi heima þar inni. Sumar matvörur þola hreinlega ekki að vera í kæli, svo einfalt er það.

Bananar eiga ekki heima í ísskáp því ef þú setur …
Bananar eiga ekki heima í ísskáp því ef þú setur græna óþroskaða banana þar inn þá hætta þeir að þroskast. Og ef þú leggur brúna banana þar inn, þá þroskast þeir enn þá meira. Reyndu að halda þeim við stofuhita. Bananar geta líka hjálpað öðrum ávöxtum að þroskast – prófaðu að leggja harðan avocado með nokkrum banönum og hann mun verða fljótur að mýkjast. mbl.is/Maks Narodenko/Shutterstock
Laukur, hvítlaukur og kartöflur hafa það best á þurrum og …
Laukur, hvítlaukur og kartöflur hafa það best á þurrum og svölum stað sem minna á svörtu moldina sem þau vaxa í – og það er ekki ísskápurinn. Þessar fæðutegundir geta byrjað að spíra inn í ísskáp og jafnvel „smita“ bragði yfir í önnur matvæli. Það er því stórsniðugt að draga fram pappapoka til að geyma matvælin í. mbl.is/All Over
Það er fullt af ávöxtum sem kæra sig ekkert um …
Það er fullt af ávöxtum sem kæra sig ekkert um að vera inni í ísskáp. Apríkósur, kíví, plómur, mangó, lime, granatepli, epli, appelsínur, sítrónur, grape, ferskjur, melónur og perur eru þar á meðal. mbl.is/All Over
Sama gildir um grænmeti og ávexti því gúrka, tómatar, gulrætur, …
Sama gildir um grænmeti og ávexti því gúrka, tómatar, gulrætur, engifer, kúrbítur og paprikur skulu vera fyrir utan kæliskápinn. Avocado hættir til dæmis að þroskast í ísskáp og því best að leyfa honum að liggja á eldhúsbekknum. mbl.is/All Over
Það er nánast lygilegt hversu margar sósur geta staðið fyrir …
Það er nánast lygilegt hversu margar sósur geta staðið fyrir utan kæliskápinn. Tómatsósa, sinnep, hunang, sulta og hnetusmjör eru þar á meðal, eins sojasósa, olíur og hot-sósur. Passið bara að þessi matvæli standi ekki í beinu sólarljósinu á daginn. mbl.is/All Over
Brauð á ekki heima í ísskáp en það má gjarnan …
Brauð á ekki heima í ísskáp en það má gjarnan setja það í frysti. Sama reglan gildir varðandi kökur fyrir utan þær kökur sem eru með mikið krem á toppnum, þær þola vel ísskápinn í 1-2 daga. Kaffi skal geymast í lokuðum lofttæmdum dósum og svölu umhverfi, bara ekki í ísskáp. mbl.is/All Over
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert